Íslenska

Í íslensku valdi ég mér kjörbók til að lesa. Bókin sem ég valdi mér heitir Leynilandið og er eftir Jane Johnson. Þegar ég var búin með bókina þá átti ég að skrifa bókagagnrýni um hana. Ég fékk blað frá kennaranum mínum og þar voru upplýsingar um hvernig ég átti að skrifa gagnrýnina og hvað átti að koma fram. Ég byrjaði á því að skrifa uppkast í stílabókina mína og síðan fór ég í tölvur og skrifaði gagnrýnina í word. Ég sagði frá því í stuttu máli um hvað bókin væri, hvernig mér fannst hún og smá um höfundinn. Þegar það var komið fann ég mynd af bókinni og höfundinum og setti inn á. Ég prentaði síðan gagnrýnina og límdi á karton.

Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég mæli með þessari bók og hvet alla til þess að lesa hana.

Hér getur þú séð gagnrýnina mína Smile


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband